Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Benidorm

Lifandi strandir og skemmtistaðir ! 

  • Flugtími: 4-5 klst
  • Flugvöllur: Alicante Airport
  • Sólarstundir: 11-13
  • Meðalhiti: 18-25 °C
  • Tungumál: spænska
  • Gjaldmiðill: Euro (€)
  • Staðartími: GMT 

VINSÆL HÓTEL HJÁ OKKUR:

Bali****

23513 Balisundlaugjpg

Hotel Sandos Monaco****

21696 45597963Jpg

Melia Benidorm****

27630 4Jpg

 

STAÐUR SÓLDÝRKENDA

Benidorm er öllum sóldýrkendum vel kunn enda einn vinsælasti áfangastaður sóldýrkandi Evrópubúa. Benidorm sameinar fjörugt strandlíf og víðfrægt næturlíf og þangað flykkist fólk til að njóta tilverunnar, hvílast og skemmta sér.

Á aðra hönd má finna Miðjarðarhafið með sínar sólhvítu sandstrendur, á hina rís fjallahringur sem lumar á yndislegum litlum þorpum og óviðjafnanlegum ævintýrum.

HVÍTA STRÖNDIN

Hvítar strendur með fagurbláu hafinu á sólríkum sumardögum eiga engan sinn líka.
Fjallgarðurinn fyrir ofan ströndina gerir það að verkum að sjaldan rignir því er á fáum stöðum á Spáni jafn sólríkt.

Auðvelt er að ferðast í kringum Benidorm en þar er að finna fallegar sveitir og héruð umvafin einstakri náttúrufegurð. Á Benidorm er hægt að sameina óendanlega fjörugt strandlíf og óviðjafnanlegt næturlíf - þangað flykkist fólk til að njóta tilverunnar, hvílast og skemmta sér.

FJÖLSKYLDU- OG SKEMMTIGARÐAR

Í borginni Benedorm má finna hinn töfrandi skemmtigarð Terra Mitica sem er fjörugur fjölskyldu- og skemmtigarður. Í garðinum er fjöldi leiktækja, glæsilegra veitingastaða og fyrir þá hugrökku er svo stórkostlegasti rússíbani Spánar.

Aqualandia er fallegur og tilkomumikill vatnsskemmtigarður fyrir alla fjölskylduna og Mundomar er sædýragarður með höfrunga- og sæljónasýningum.

INNIFALIÐ Í SÓLARFERÐUM ÚRVAL ÚTSÝN

Innifalið í verði hjá Úrval Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

  • Á sólarstöðum okkar erum við með íslenska fararstjóra sem eru farþegum okkar innan handar alla ferðina. Þeir eru spænskumælandi, þekkja staðahætti vel og veita í neyð aðstoð gegnum öryggissímanúmer.
  • Einnig bjóða fararstjórar upp á frábærar skoðunarferðir fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
  • Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Bókaðu núna og tryggðu þér sæti í sól. Vinsælar gistingar bókast fyrst!

Bestu verðin til Benidorm!

Rauðir Dagar Box

 

Ef gisting sem óskað er eftir er ekki í boði á þeim dögum sem þú vilt - hafðu þá samband við okkur og við óskum eftir henni fyrir þig 585 4000 // Hlíðasmára 19 // info@urvalutsyn.is //