Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Calpe

Hvítur sandur og túrkísblátt hafið ! 

  • Flugtími: 4+
  • Flugvöllur: Alicante Airport
  • Sólarstundir: 10+
  • Meðalhiti: 18-29 °C
  • Tungumál: spænska
  • Gjaldmiðill: Euro (€)
  • Staðartími: GMT 

Calpecostablanca

PERLA COSTA BLANCA STRANDARINNAR 

Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar, sem þekkt er fyrir sinn hvíta sand og túrkís-blátt hafið. Svæðið, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni, er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra sanda og iðandi mannlífs.

Bærinn sem iðar af lífi á sér langa og merkilega sögu sem speglast í fallegum mannvirkjum og fjölbreyttri menningu. Hér ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru hvítar strendur og tær sjórinn, mannlíf, saga eða næturlíf.

Á svæðinu eru ótal góðir veitingastaðir, en við mælum sérstaklega með veitingastöðum sem sérhæfa sig í sjávarfangi.

Inni í bænum, stutt frá sjónum er grunnt vatn sem nefninst Las Salinas og þar má gjarnan sjá Flamingó fugla í þyrpingum. Yfir svæðinu trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem býður upp á stórkostlegar gönguleiðir og stórbrotið útsýni yfir hafið og nærliggjandi svæði.

Calpe er dásamlegt svæði sem slegið hefur í gegn! 

 

INNIFALIÐ Í SÓLARFERÐUM ÚRVAL ÚTSÝN

Innifalið í verði hjá Úrval Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

  • Á sólarstöðum okkar erum við með íslenska fararstjóra sem eru farþegum okkar innan handar alla ferðina. Þeir eru spænskumælandi, þekkja staðahætti vel og veita í neyð aðstoð gegnum öryggissímanúmer.
  • Einnig bjóða fararstjórar upp á frábærar skoðunarferðir fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
  • Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Bókaðu núna og tryggðu þér sæti í sól. Vinsælar gistingar bókasta fyrst!

Bestu verðin til Calpe!

Rauðir Dagar Box

 

Ef gisting sem óskað er eftir er ekki í boði á þeim dögum sem þú vilt - hafðu þá samband við okkur og við óskum eftir henni fyrir þig 585 4000 // Hlíðasmára 19 // info@urvalutsyn.is //