Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Costa Brava

Costa Brava við Barcelona ! 

  • Flugtími: 4+ 
  • Flugvöllur: Barcelona Airport
  • Sólarstundir: 11-13
  • Meðalhiti: 18-25 °C
  • Tungumál: spænska
  • Gjaldmiðill: Euro (€)
  • Staðartími: GMT 

STRÖND OG BORG 

Costa Brava (1)

Úrval Útsýn býður nú uppá Costa Brava ströndina á Spáni, nánar til tekið sólarstaðina Lloret de Mar og Tossa de Mar. Skemmtilegur valkostur þar sem hægt er að sameina strönd og borg!  

Flogið er til Barcelona, þar sem enskumælandi fulltrúi Úrval Útsýnar tekur á móti farþegum og fylgir í rúturnar sem keyrir farþega heim á hótel á Costa Brava svæðinu, sem er 70 km frá Barcelona og tekur aksturinn rúmlega klukkustund. Á 7 km löngu svæði eru 5 strendur sem tilheyrir Costa Brava og hefur löng og góð baðströndin hlotið viðurkenningu fyrir snyrtimennsku.

 

Barc Strond

Sólarströnd og spennandi heimsborg í einni ferð! 

Vegna nálægðar við Costa Brava svæðið (Lloret de Mar og Tossa de Mar) er spennandi tækifæri að blanda saman sólarlandaferð við spennandi heimsborg. Hafðu samband við söluskrifstofu okkar og við setjum upp ferðina eftir þínum hentugleika!

 Lloret Demar

Lloret de Mar 

Costa Brava er nyrst spænsku Miðjarðarhafsstrandanna, klettótt og falleg enda er hún meðal vinsælustu ferðamannastaða Spánar. Bærinn Lloret de Mar er fallegur og heillandi strandbær, eftirsóttur ferðamannastaður til fjölda ára. Þar er fjöldi veitingahúsa og skemmtistaða ásamt fjölbreyttu úrvali verslana. Fjöldi íbúa er um 40 þúsund. Fjölbreytt mannlíf er í Lloret de Mar en þangað sækja m.a. gestir frá Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi og Bretlandi. Bærinn er fjölskylduvænn og allsstaðar er gott aðgengi fyrir barnafólk og á ströndinni er starfandi barnaklúbbur. Fyrir þá sem vilja komast í köfun er Lloret de Mar frábær kostur bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

 

Tossa De Mar

Tossa de Mar

Bærinn Tossa de Mar er lítill og rólegur bær staðsettur í næstu vík við Lloret de Mar. Fjarlægðin milli þessar tveggja bæja eru u.þ.b.10 kílómetrar. Tossa de Mar er gamalt fiskimannaþorp með fallegri strönd og góð hótel. Við ströndina stendur tignarlegur kastali sem bærinn er þekktur fyrir. Mikil uppbygging í þjónustu við ferðamenn hefur átt sér stað undanfarin ár og víða er að finna góða veitingastaði. Tossa de Mar er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja gera vel við sig í gistingu, aðbúnaði og jafnframt vera staðsettir stutt frá lífinu í Lloret de mar og Barcelona.

 

Virki

Spánskir réttir og rómverskar fornminjar 

Í Lloret del Mar er fjöldi góðra veitingahúsa og eru hefðbundnir spánskir réttir vinsælastir þar sem mikið og glæsilegt úrval fiskrétta ræður ríkjum. Einnig er fjölbreytt úrval af hefðbundnum veitingahúsum fyrir ferðamenn.

Í Katalóníu eru margar minjar frá tímum Rómverja, kastalar, brýr og aðrar reisulegar byggingar. Af nógu er því að taka fyrir þá sem vilja skoða sig um á svæðinu.

 

Water

Úrvals skemmtigarðar

Á svæðinu eru einnig skemmtigarðar og er þá helst að nefna vatnsrennibrautagarðinn Water World í Lloret de Mar og Aquaparc í Plaja d´Aro en í báðum þessum görðum er að finna fjöldan allan af rennibrautum sem hæfa öllum aldurhópum. Í garðinum er einnig ein stærsta öldusundlaug í Evrópu, veitingastaðir og sérstök barnaleiksvæði.

Sunnan við Barcelona, í Costa Dorada, er fjölskyldu- og skemmtigarðurinn PortAventura, einn glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Þar er fjöldinn allur af leiktækjum, stórir rússíbanar, vatnsrennibrautir, leiktæki fyrir börn og fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.

Auðveldlega er hægt að eyða heilum degi og jafnvel fleiri í þessum frábæru skemmtigörðum.

 

Bestu verðin til Costa Brava!

Rauðir Dagar Box

 

Ef gisting sem óskað er eftir er ekki í boði á þeim dögum sem þú vilt - hafðu þá samband við okkur og við óskum eftir henni fyrir þig 585 4000 // Hlíðasmára 19 // info@urvalutsyn.is //