Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Kanarí / Gran Canaria

Eyja hins eilífa vors! 

 • Flugtími: 4-5 
 • Flugvöllur: Las Palmas
 • Sólarstundir 10 
 • Meðalhiti: 22-28 °C
 • Tungumál: spænska
 • Gjaldmiðill: Euro (€)
 • Staðartími: GMT 

 

Umsagnir farþega 

Lba _142-1-1

"Baobab er eitt besta hótel sem við höfum farið á og þarna átti fjölskyldan sitt allra besta frí. Hótelið er stórt og mikið sem þýðir að alltaf nóg um að vera og endalaust hægt að uppgötva eitthvað nýtt. En að sama skapi er það mjög þægilegt og vinalegt." Ísleifur Þórhallsson

 5800-230445cc 73fe 00jpg

"Eugine Victoria er fyrirmyndar hótel, stór og rúmgóð herbergi sem öll snúa útí garð. Stórar og góðar svalir. Þjónusta til fyrirmyndar. Hlakka til að fara aftur." Guðlaug Jónsdóttir

 

Gran Canaria / Kanarí - ein eyja, margir áfangastaðir!

Íslendingar hafa sótt í dásamlegar strendur Gran Canaria áratugum saman og hefur eyjan verið einn vinsælasti áfangastaður Úrvals Útsýnar. Betri stað í sólarfrí er erfitt að finna hvort sem er fyrir unga sem aldna. Stöðugt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar strendur og stórbrotið landslag heilla alla! 

Á Gran Canaria erum við með sjö áfangastaði á eyjunni. Fjölbreytt gisting og mikið úrval gæða gistinga á góðu verði. 

Skemmtigarðar:

 • Aqualand
 • Palmitos Park
 • Sioux City
 • Cocodrilo Park
 • Holiday World
 • Go Kart
 • Hangar 37
 • Angry Birds

Verslunarmiðstöðvar:

 • Las Arenas
 • El Mirador 
 • El Tablero 
 • Atlanrico
 • Bellavista
 • El Faro

Afþreying:

 • Hjólabátur
 • Bananabátur
 • Jetski
 • Fallhlíf úr báti
 • Kafbátur
 • Bátur með glergólfi
 • Fallhlífastökk

 

Taurito _500x 186px (1)

Taurito - paradís fyrir fjölskyldufólk

Flugvöllur: Las Palmas  Aksturfjarlægð frá flugvelli: 40 mín. 
Taurito er paradís fyrir fjölskyldufólk, enda algörlega hannað og uppbyggt svæði  fyrir börn og fullorðna. Þessi bær hefur að geyma mörg af bestu 4 stjörnu hótelum eyjunnar, er staðsett í litlum dal við hliðiná Puerto de Mogan. Hótelin  eru reist upp við fjallsræturnar en í dalnum beint fyrir framan hótelin er að finna  vatnsrennibrautagarð, mini-golf, keiluhöll, útisvæði með sviði þar sem  skemmtanir eru öll kvöld og svo síðast en ekki síst afar fallega strönd sem toppar þennan frábæra áfangastað. Við ströndina eru svo boðið uppá allt sem viðkemur sjóíþróttum og margir af bestu köfunarskólum eyjunnar. Allt þetta er í nokkra  mínútna gangi frá öllum hótelunum og í afar vernduðu umhverfi.
Hótelin sem við  bjóðum uppá eru öll “All Inclusive” og með frábæra aðstöðu og fallegum görðum.  
Las Palmas

Enska ströndin

Playa del Ingles, er vinsæll staður. Nafnið á bæði við um ströndina og bæinn. Ströndin teygir sig til San Augustin í austri og Maspalomas í vestri. Góð aðstaða fyrir gönguferðir og hlaup við vitann í Maspalomas og sandöldurnar freistra margra. Flestir þekkja verslunarkjarnana Yumbo Center, Kasbah, Cita og Faro 2.
Við mælum með eftirfarandi hótelum á Ensku ströndinni:  

 

Maspalomas

Meloneras svæðið

Meloneras svæðið er orðið sambyggt Ensku ströndinni að vestan. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Meloneras svæðinu, með áhersla á tengingu við náttúruna. Ströndin á Maspalomas er stór og þekkt fyrir mikla og sérstæða sandhóla sem gerir ströndina sérlega skemmtilega til fjölbreyttrar útiveru. Við vitann (Faro) Boulevard El Faro er fjöldi veitingastaða og verslana. 

Við mælum með eftirfarandi hótelum á Meloneras:  

Puerto Rico Gran Canaria

Puerto Rico - smábátahöfn

Flugvöllur: Las Palmas  Aksturfjarlægð frá flugvelli: 35 mín. 
Puerto Rico er afar sjarmerandi og fallegur bær á suðvesturhluta eyjunnar Gran  Canaria. Bærinn hefur byggst að mestu leyti upp í kringum smábáthafnirnar, en í  dag eru þær orðnar tvær og við aðra þeirra er að finna ströndina Playa de Puerto Rico. Þar er að finna fallega veitingastaði við sjóinn og góða sólbaðsaðstöðu.  Bærinn hefur byggst upp í kringum tvær víkur eða tvo dali og rísa hæðirnar í  kring tignarlegar yfir svæðið. Í dalbotninum er svo að finna skemmtilegt svæði  með verslunum, verslunarmiðstöðum, veitingastöðum og leiksvæðið “Angry  Bird´s” sem hentar fyrir ungu kynslóðina. Rétt utan við bæinn er svo hin nýja og fagra strönd “Playa de Amadores” þar sem hægt er að sóla sig allan daginn á  hvítum sandi. Fagurblár sjór, veitingastaðir og verslanir eru við ströndina og einnig Amadores Beach Club, sem býður uppá bekki og veitingar í fallegu  umhverfi. Puerto Rico státar af einu besta loftslagi sem fyrirfinnst á öllum  Kanaríeyjunum allt árið um kring. Við mælum með að fólk leigi sér bíl og keyri meðfram strandlengjunni eða taki stræisvagnana sem ganga á mill allra bæjanna  á suðurhlutanum, því stutt er yfir til Puerti Mogan og Playa del Ingles svæðanna.  
Við erum með 5 ólíkar gistingar í boði á þessu skemmtilega svæði. Við  smábátahöfnina er að finna ótrúlega falleg íbúðarhótel sem hafa allt til alls og henta fólki sem kýs meiri “lúxus” og vill vera miðsvæðis.
Fyrir þá sem þora og geta erum við einnig með gistingar í hlíðunum fyrir ofan svæðið, en þaðan er ótrúlega fallegt útsýni yfir bæinn, smábátahöfnina og Atlantshafið. Þessar gistingar henta ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Til að  komast niður í bæinn er hægt að taka leigubíla sem tekur um 5 mínútur og  kostar um 5 evrur hvor leið.

 

Playa Del Cura _500x 186px (1)

Playa del Cura - strandbær

Flugvöllur: Las Palmas  Aksturfjarlægð frá flugvelli: 40 mín. 
Playa del Cura er lítill strandbær á milli bæjanna Puerto Rico og Puerto de Mogan á suð-vestur hluta eyjunnar Gran Canaria. Þetta litla þorp er afar sjarmerandi, enda náttúrfegurðin í forgrunni ásamt tveimur afar fallegum ströndum. Önnur er staðsett í bænum en hin í um 15 mínútna gangi frá þorpinu. Sú strönd er “splunkuný” og var gerð núna í sumar. Þar er að finna hvítan sand sem teigir sig  nokkra kílómetra meðfram strandlengjunni og túrkis bláan sjó, allt við óuppbyggt og ósnert svæði. Í bænum er að finna eina matvöruverslun “SPAR” og nokkra veitingastaði, en að öðru leyti er hvíld, rólegheit og náttúran sem skiptir mestu máli hér á þessu svæði. Í um 5 mínútna aksturfjarlægð er svo að finna hinn fallega golfvöll “Amfi Tauro Golf”. Þetta svæði hentar öllum sem vilja vera “away from it all” og njóta einstakrar veðurblíðu og hvíldar við Atlantshafið.
Við erum með tvö hótel á Playa del Cura:  
 • Riviera Vista, sem er í hlíðinni rétt fyrir ofan svæðið  
 • Cura marina, sem er allveg við sjóinn

Puertode Mogan

Puerto de Mogan - "litlu feneyjar"

Flugvöllur: Las Palmas  Aksturfjarlægð frá flugvelli: 45 mín. 
Einn af fallegustu bæjum eyjunnar er Puerto de Mogan, sem er staðsett á suð-vestur hluta Gran Canaria. Puerto de Mogan er stundum kallað “litlu feneyjar” enda ekki skrýtið þar sem hafnarsvæðið er allt byggt upp í kringum lítil síki með  fallegum veitingastöðum og skemmtilegum gönguleiðum milli húsanna. Þessi einstaki hafnarbær hefur að geyma ótrúlega fallegt og róandi andrúmsloft sem  krefst þess að maður slaki á, njóti og nái algerri hvíld. Falleg strönd er við höfnina með veitingastöðum og börum og þar fyrir ofan eru svo verslanir og útivistar svæði.
Gistingarnar okkar á svæðinu eru glæsilegar og hannaðar til að gefa fólki tækifæri á að slaka á og njóta hverrar sekúndu í fallegum vistarverum  og görðum sem umlykja hótelin. Þetta svæði hentar öllum, sem vilja “lúxus” og  endurnæringu á líkama og sál.
 

Las Palmas - höfuðborg Gran Canaria

Las Palmas er höfuðborg Gran Canaria og um leið Austurhéraðs Kanaríeyja, en eyjarnar eru tvö héruð af sautján héruðum Spánar. Í Las Palmas býr um helmingur allra íbúa Austurhéraðs. Í Las Palmas er fjölbreytilegt menningar- og mannlíf jafnt að nóttu sem degi, sérstaklega í gamla borgarhlutanum. Kaffihús eru þar á hverju strái, sem og einstök flóra veitingastaða og öldurhúsa þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

 

INNIFALIÐ Í SÓLARFERÐUM ÚRVAL ÚTSÝN

Innifalið í verði hjá Úrval Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

 • Á sólarstöðum okkar erum við með íslenska fararstjóra sem eru farþegum okkar innan handar alla ferðina. Þeir eru spænskumælandi, þekkja staðahætti vel og veita í neyð aðstoð gegnum öryggissímanúmer.
 • Einnig bjóða fararstjórar upp á frábærar skoðunarferðir fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
 • Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Bókaðu núna og tryggðu þér sæti í sól. Vinsælar gistingar bókasta fyrst!

Bestu verðin til Kanarí!

Rauðir Dagar Box

 

Ef gisting sem óskað er eftir er ekki í boði á þeim dögum sem þú vilt - hafðu þá samband við okkur og við óskum eftir henni fyrir þig 585 4000 // Hlíðasmára 19 // info@urvalutsyn.is //