Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

KANARÍ FYRIR ALLA ALDURSHÓPA!

Vatna- og skemmtigarðar

Aqualand er vatnagarður sem er staðsettur rétt hjá Palmitos Park, leigubíll ca 12-15 evrur og strætó númer 45 fer frá Ensku Ströndinni og númer 70 frá Meloneras í garðinn.  Brautirnar í garðinum eru mjög fínar, garðurinn er ekki mjög stór.

Palmitos Park er fuglagarður staðsettur rétt utan við Maspalomas ca 10 mínútur með leigubíl ca 15 evrur og strætó merktur Palmitos Park fer frá Ensku ströndinni og Meloneras 2svar sinnum á dag til og frá garðinum, strætó númer 45 fer frá Ensku ströndinni og númer 70 frá Meloneras.  Garðurinn er með mikið úrval af fuglu og fiðrildum.  Í Palmitos Park er arnasýning, páfagaukasýning og höfrungasýning nokkrum sinnum yfir daginn.  

Sioux City er í bænum San Agustin sem er í ca 5 mínútna fjarlægð frá Ensku ströndinni, leigubíll kostar um 8-12 evrur.  Sioux City er kúrekagarður.  Þar eru kúrekasýningar nokkrum sinnum yfir daginn og hægt að fara inn í verslanir sem selja ýmsan gjafavarning.

Cocodrilo Park er í bænum Aguimes sem er í átt að flugvelli ca 20 mín með leigubíl, leigubíll kostar um 25 evrur og strætó gengur frá Ensku ströndinni kl. 10:00 og til baka frá Krókódílagarðinum kl. 14:00  Strætó er merktur Cocodrilo Park og er frítt í vagninn.  Þar er ýmis dýr, Krókódílar, apar, páfagaukar, eðlur og skjaldbökur

Holiday World er tívolígarður í Maspalomas.  Tívolí garðurinn er opin frá kl. 18:00 og fram eftir kvöldi, þar er einnig keilusalur sem er opin allan daginn og fram eftir kvöldi.  Einnig í sama húsi er góð líkamsræktarstöð.  Leigubíll á staðinn kostar um 4-7 evrur

Go Kart er í bænum San Agustin og er þar hægt að fá bíla fyrir alla aldurshópa, leigubíll ca 15 evrur

Hangar 37 þetta er svipað og Paintball ( litaboltar ) nema þarna er notað loftkúlur.  Rétt hjá Go Kart

Angry Birds garður sem er staðsettur í bænum Puerto Rico leigubíll ca 20 evrur.  Ég hef ekki komið í þennan garð en þar eru rennibrautir, kaðlar, dýnur, trampólín, hjólabílar fyrir börnin ofl.. Þrautargarður í anda Angry Birds leiksins.

Útibíó á Meloneras

Moonlight Cinema útibíó á Meloneras.  Tvær sýningra á dag, myndir á ensku.

Á Kanarí er hægt að fara í köfun, hjólabáta, banana, jetski, fallhlíf úr bát, kafbát, bátur með glergólfi og fallhlífastökk.  Þessi afþreying er í boði á ýmsum ströndum hér í kring, t.d. Playa del Ingles, Puerto Rico og Puerto de Mógan. Kafbáturinn fer frá Puerto de Mógan

 

Verslunarmiðstöðvar á Kanarí:

Las Arenas í Las Palmas þar eru allar helstu búðirnar, t.d. H&M, Primark

El Mirador er í Telde bæ sem er rétt við Las Palmas og þar má einnig finna mikið úrval af búðum t.d. H&M og Primark.

El Tablero er rétt við Ensku ströndina og Meloneras sem er opin alla daga vikunnar. Þar er Zara, Punto Roma og fleiri ágætis verslanir.

Atlanrico er í bænum Vecendario er ágætis úrval verslana Zara, Zara Home, Mango, Worten og Carrefour.

Bellavista er í San Fernando rétt við Ensku ströndina eru nokkrar búðir t.d. Okaidi sem er fín barnafatabúð, Hiperdino matvörubúð og fleiri fatabúðir.

 

Í gamla bænum í Las Palmas er mjög falleg dómkirkja sem heitir Santa Ana í höfðið á dýlingi

 Kólumbusarsafnið ( Casa Colon ) þar er að finna líkön af skipum Kólumbusar, stjörnukort ofl, 

Kanarískasafnið  ( Museo Canario ) hefur að geyma minjar frá tímum frumbyggja sem bjuggu á eyjunni og líkön af hellum sem þeir bjuggu í og einnig er stórt safn af hauskúpum.

Á Meloneras svæðinu er 56 metra hár viti sem stendur niður við ströndina.  Í dag er stundum haldnar sýningar inn í vitanum og í kringum hann. Vitinn var tekinn í notkun 01. febrúar 1890