Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Kanarí

SÆLUSTAÐUR ÍSLENDINGA - ALLT ÁRIÐ!

Íslendingar hafa sótt í dásamlegar strendur Gran Canaria áratugum saman og hefur eyjan verið einn vinsælasti áfangastaður Úrvals Útsýnar. Betri stað í sólarfrí er erfitt að finna hvort sem er fyrir unga sem aldna. Stöðugt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar strendur og stórbrotið landslag heilla alla!
 
Á Kanaríeyjum er líflegt að vera. Þar er að finna eitthvað fyrir alla, hvort sem er að labba niður við strönd eða sóla sig við sundlaugina. Njóta góðrar máltíðar saman á einu af fjölmörgu veitingarhúsum Eyjunnar. Á Kanarí er fjölbreytt afþreyging og skemmtun fyrir krakka og fjölmargir skemmtigarðar og verslunarmiðstöðvar. 
Á Gran Canaria er mikið úrval gæða gistingar á góðu verði. Þú finnur úrval gistinga og verðdæmi í bókunarvélinni hér að ofan.  

ENSKA STRÖNDIN

Enska ströndin, eða Playa del Ingles, er vinsæll staður. Nafnið á bæði við um ströndina og bæinn. Ströndin teygir sig til San Augustin í austri og Maspalomas í vestri. Góð gönguferð er út í vitann í Maspalomas og sandöldurnar freistra margra. Allir þekkja verslunarkjarnana Yumbo Center, Kasbah, Cita og Faro 2.
San Augustin er strandbær á suður-hluta eyjunnar Gran Canaria. Þetta svæði einkennist af rólegu umhverfi og er frábær fyrir fólk sem er að leita sér að hvíld. Góð strönd er við San Augustin og fallegur göngustígur meðfram sjónum þar sem hægt er að ganga yfir til Playa del Ingles. 
Enskastro ̈ndin (1)
 
 • Barbacán Sol**** - frábær gisting fyrir allar fjölskyldur
 • Hotel IFA Catarina**** - góður kostur fyrir barnafjölskyldur
 • Hotel IFA Dunamar**** - góð gisting fyrir alla
 • Hotel IFA Buenaventura*** - frábær gisting fyrir barnafjölskyldur
 • Bungalows Parque Cristobal*** - frábært fyrir barnafjölskyldur  
 • Eugenia Victoria*** - fyrir alla, mikið um að vera í garðinum! 
 • Apartmentos Teneguia** - gisting fyrir fullorðna
 • Jardin del Atlantico** - gisting fyrir fullorðna
 • Roque Nublo** - klassísk kanaríeyjagisting 
 • Tisalaya Park - Smáhýsi!  

MELONERAS

Meloneras svæðið er orðið sambyggt Ensku ströndinni að vestan. Mikil uppbygging hefur átt sé stað á Meloneras svæðinu, með áhersla á tengingu við náttúruna. Ströndin á Maspalomas er stór og þekkt fyrir mikla og sérstæða sandhóla sem gerir ströndina sérlega skemmtilega til fjölbreyttrar útiveru. Við vitann (Faro) Boulevard El Faro er fjöldi veitingastaða og verslana. Meira hér!

 

 • Hotel Dunas Mirador 4ra stjörnu hótel - gott fjölskylduhótel
 • Maspalomas Princess 4ra stjörnu hótel - gott fjölskylduhótel
 • Baobab 5 stjörnu lúxus - frábært hótel fyrir alla!
 • Hotel Gran Villa Del Conde 5 stjörnu lúxus
 • Costa Meloneras Glæsilegt 4ra stjörnu

"Baobab er eitt besta hótel sem við höfum farið á og þarna átti fjölskyldan sitt allra besta frí. Hótelið er stórt og mikið sem þýðir að alltaf nóg um að vera og endalaust hægt að uppgötva eitthvað nýtt. En að sama skapi er það mjög þægilegt og vinalegt. Sundlaugargarðurinn er mikil meistarasmíð með fjöldan allan af mismunandi svæðum og laugum þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þjónunstan til fyrirmyndar, öll aðstaða eins og best verður á kostið og hágæða matur. Full hús stiga og við getum ekki beðið eftir að heimsækja þetta magnaða hótel aftur sem fyrst!" Ísleifur Þórhallsson.

Meloneras

PUERTO RICO

Puerto Rico er afar sjarmerandi og fallegur bær á suðvestur hluta eyjunnar Gran Canaria. Bærinn hefur byggst að mestu leyti í kringum smábátahafnirnar, en í dag eru þær tvær og við aðra þeirra er að finna ströndina Playa de Puerto Rico. Þar er að finna fallega veitingastaði við sjóinn og góða sólbaðsaðstöðu. Bærinn hefur byggst upp í kringum tvær víkur eða tvo dali og rísa hæðirnar í kring tignarlegar yfir svæðið. Í dalsbotninum er skemmtilegt svæði með verslunum, verslunarmiðstöðvum, veitingastöðum og leiksvæðið „Angry Birds“ sem vekur gjarnan mikla kátínu meðal yngri kynslóðarinnar. Rétt utan við bæinn er svo hin nýja og fagra strönd „Playa de Amadores“ þar sem hægt er að sóla sig í hvítum sandi. Fagurblár sjór, veitingastaðir og verslanir eru við ströndina og einnig Amadores Beach Club, sem hefur bekki á sínum snærum þar sem boðið er upp á veitingar í fallegu umhverfi.

Puerto Rico státar af einu besta loftslagi sem fyrirfinnst á öllum Kanaríeyjum og er yfirleitt gott veður þar allan ársins hring. Við mælum með að fólk leigi sér bíl og keyri meðfram strandlengjunni eða taki einn af strætisvögnunum sem ganga á milli bæjanna á suðurhluta eyjunnar, því stutt er yfir til Puerti Mogan og Playa del Ingles svæðanna. 

Við erum með 5 ólíkar gistingar í boði á þessu skemmtilega svæði. Við smábátahöfnina er að finna ótrúlega falleg íbúðahótel sem hafa allt til alls og henta fólki sem kýs meiri „lúxus“ og vill vera miðsvæðis. Þau eru: 

-Marina Bay View 
-Marina Suites 
-Morasol Suites

Fyrir þá sem þora og geta bjóðum við upp á gistingar í hlíðunum fyrir ofan svæðið, en þaðan er ótrúlega fallegt útsýni yfir bæinn, smábátahöfnina og Atlantshafið. Þessar gistingar henta þó alls ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Til að komast niður í bæinn er hægt að taka leigubíl, það tekur um 5 mínútur og kostar um 5 evrur hvor leið. Þau eru: 

-Hotel Riosol
-Colina Mar


ÚRVALSFÓLK - ferðalög og frábær félagsskapur
Í ferð með Úrvalsfólki er hópurinn samstæður og þú nýtur samvista við jafnaldra, vini og kunningja. Skemmtanastjóri er með í ferðum og skipuleggur fjölbreytta dægradvöl, t.d. leikfimi, spilavist, út að borða, dans og skemmtikvöld.  

INNIFALIÐ Í SÓLARFERÐUM ÚRVAL ÚTSÝN

Innifalið í ferðum hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

 • Á sólarstöðum okkar erum við með íslenska fararstjóra sem eru farþegum okkar innan handar alla ferðina. Þeir eru spænskumælandi, þekkja staðahætti vel og veita í neyð aðstoð gegnum öryggissímanúmer.
 • Einnig bjóða fararstjórar upp á frábærar skoðunarferðir fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
 • Akstur til og frá flugvelli erlendis er valkvæð þjónusta. Þeir sem vilja nýta sér aksturinn bóka og fullgreiða þjónustuna hérna heima.

Það er keppikefli okkar að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Bókaðu núna og tryggðu þér sæti í sól. Vinsælar gistingar bókasta fyrst!

 

KORT AF SVÆÐINU