Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Hero Spurt Og Svarad

Algengar spurningar og svör við þeim

Finnir þú ekki svarið við þinni spurningu hér að neðan geturðu sent okkur tölvupóst.

 

Mun flugáætlun standast?

Brottfarar- og flugtímar eru ætíð áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs, af tæknilegum, eða öðrum óviðráðanlegum orsökum. Ferðaskrifstofan ber hvorki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna þessa. Miðað er við að allir áfangastaðir séu í beinu flugi, millilendingar eru mjög kostnaðarsamar og ekki gerðar að óþörfu. Þó getum við ekki ábyrgst að ekki komi til millilendingar sérstaklega í lengra flugi. Ákvörðun um millilendingu er í höndum flugstjóra að hluta eða öllu leyti, og getur t.d. komið til skapist óviðráðanlegar aðstæður sem ekki er mögulegt að afstýra, jafnvel þótt gerðar hafi verið allar nauðsynlegar ráðstafanir. Þetta er eingöngu gert til að tryggja flugöryggi. T.d. geta slíkar aðstæður skapast af völdum bilana, veðurskilyrða sem samræmast ekki kröfum sem gerðar eru til viðkomandi flugs, öryggisáhættu til dæmis allt of mikilli yfirvigt. Ferðaskrifstofa Íslands getur ekki borið ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofan fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra.

 

Er hægt að panta flug aðra leið?

Já, það er hægt bóka flug aðra leið á öllum áfangastöðum okkar í leiguflugi. Þá er áfangastaður valinn og svo er hakið við Báðar leiðir og Hótel tekið út áður en valið er "Leita". Eigi að ferðast til Íslands, er brottfararstaðurinn valinn í efri reitinn, Frá, og Keflavík í Til.

 

Hverju þarf ég að framvísa við innritun í flug?

Við innritun í flug nægir að hafa bókunarnúmer og vegabréf allra farþega, en það er betra að hafa útprentaða bókun við höndina. Bókunarnúmerið er um leið farseðill og er því mikilvægt að hafa það tiltækt. Komi til þess að farþegi gleymi bókunarnúmeri sínu, er þó ekki þörf að sækja það sérstaklega, því vegabréf staðfestir bókunina við innritun ef með þarf.

 

Hvað geri ég ef farangur skemmist eða týnist í flugi?

Flugfélagið sem sér um flugið ber ábyrgð á að koma farangri farþega til skila, svo það er fljótlegast að snúa sér beint til flugfélagsins. Hér að neðan eru upplýsingar um hvert hægt er að snúa sér.

 

Réttur farþega

Upplýsingar um rétt farþega vegna farangurs sem tefst, glatast, skemmist eða eyðileggst á vef Neytendastofu

 

Hvert á ég að hafa samband út af týndum farangri?

Ef þú vilt fá upplýsingar um tapaðan farangur er best hafa samband við þjónustuaðila sem sér um allt varðandi endurheimtu á töpuðum farangri. Símatími er alla virka daga á milli kl. 9 og 17 - beinn sími er 824 4036

Ef farangur skilar sér ekki á áfangastað er hægt að leita til: 
Airport Associates
Sími: 425 0705 
Tölvupóstfang: baggage@airportassociates.com 
Opið hjá Airport Associates frá kl. 08:00 til kl. 17:00 alla daga vikunnar. 

Flugfélagið sem sér um flugið ber ábyrgð á að koma farangri farþega til skila, svo það er fljótlegast að snúa sér beint til flugfélagsins. Hér að neðan eru upplýsingar um hvert hægt er að snúa sér og hvað skal gera ef að farangur týnist eða skemmist í flugi. 

Icelandair

Ferðataskan mín skemmdist í flugi. Hvert sný ég mér?

Vinsamlega athugið að gera þarf tjónaskýrslu á flugvellinum strax við komu ef að skemmdir hafa orðið á farangri og snúa sér að þjónustuborði.

Icelandair

RÉTTUR FARÞEGA

Upplýsingar um rétt farþega vegna farangurs sem tefst, glatast, skemmist eða eyðileggst á vef Neytendastofu

 

SVONA GETUR ÞÚ GREITT FYRIR FERÐIR MEÐ OKKUR

Á VEF OG Í SÍMA
 • Greiðslukort – öll upphæðin greidd með einni kortagreiðslu
 • Greiðslukort – skipta greiðslu á 2 greiðslukort (á ekki við um tímabil)
 • Greiða hluta með Aukakrónum Landsbankans og eftirstöðvar með greiðslukorti
 • Raðgreiðslusamningur til allt að 36 mánaða
 • Fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur (3,5% lántökugjald leggst á upphæðina)
 • Kortalán án vaxta (50% út og 50% skiptast á næstu 3 mánuði. 3,5% lántökugjald leggst á 50%).
Á SKRIFSTOFU
 • Á skrifstofu er auk ofantalins hægt að greiða með reiðufé og ávísunum.

Athugið að öll verð og verðdæmi á vef og í auglýsingum miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við bókunargjald, kr. 3.900 fyrir hvern farþega.

 

Hvernig bóka ég ferð?

Til að bóka flug og/eða gistingu er einfaldast að nota vefinn, en auk þess er hægt að hringja í bókunarsíma okkar, eða koma á skrifstofu okkar (sjá símanúmer og heimilisfang neðst á síðunni).

 

BÓKUN Í SÍMA EÐA Á SKRIFSTOFU

Bæði skrifstofa okkar og bókunarsími okkar er opinn alla virka daga frá kl. 9:00 til 17:00. Þar færðu aðstoð og þjónustu og nýtur reynslu starfsfólks okkar. Við vekjum athygli á því að þegar bókað er í gegnum síma eða á skrifstofu bætist við bókunargjald, kr. 3.900 á hvern farþega.

 

BÓKUN Á VEFNUM
 • Veljið brottfararstað - Frá
 • Veljið áfangastað - Til
 • Veljið dagsetningu brottfarar - Brottför
 • Velja dagsetningu heimkomu - Heimkoma - á ekki við ef verið er að bóka aðra leið
 • Velja fjölda farþega - Fullorðnir - 12 ára og eldri, Börn - 2-11 ára og Ungbörn - yngri en 2 ára
 • Viljirðu bóka flug aðra leið, þarf að taka hakið úr Báðar leiðir
 • Viljirðu aðeins bóka flug, en ekki gistingu, þarf að taka hakið úr Hótel
 • Ýta á leita

 

FLUG

Séu fleiri en eitt flug í boði sama dag þarf að velja það flug sem hentar betur.

 

HÓTEL

Næsta síða sýnir flugtíma og lista yfir þau hótel sem eru í boði á völdum dagsetningum. Öll verð eru birt með flugvallasköttum. Með því að smella á Meira er hægt að sjá frekari upplýsingar um hótelið Veljið það hótel sem hentar best og ýtið því næst á Áfram.

 

FARÞEGAR

Á næstu síðu slærðu inn upplýsingar um farþega. Athugið að fylla þarf út alla reiti, nema að fyrir farþega sem ekki hafa íslenska kennitölu er nóg að slá inn fæðingardag Kynnið ykkur ferðaskilmála okkar rækilega og ef þið samþykkið þá, hakið við það Ýtið því næst á Áfram.

 

ÞJÓNUSTA

Á næstu síðu er valin aukaþjónusta fyrir hvern farþega fyrir sig - akstur erlendis og forfallagjald

GREIÐSLA

Greiðslusíðan er lokasíða fyrir bókun. Athugið að fram að þessu hefur þú ekki bókað þér þá gistingu eða flug sem þú ert að skoða Veldu greiðsluleið og sláðu inn upplýsingar um kreditkortið sem greiða á með Þessu næst þarf að gefa frekari upplýsingar um Viðskiptamann, sem er tengiliður vegna bókunarinnar - fær tölvupóstinn með staðfestingunni Viðskiptamaður þarf ekki að vera farþegi.

 

KVITTUN

Þegar staðfestingingin kemur upp með bókunarnúmeri hefur bókunin tekist Afrit af staðfestingunni er sent sem pdf-skjal á netfangið sem gefið var upp fyrir Viðskiptamann Vinsamlegast lesið ferðagögnin vel yfir til að ganga úr skugga um að allt sé eins og það á að vera.

Til þess að skoða pdf-skjöl þarf Adobe Reader, sem er ókeypis hugbúnaður. Þú getur sótt Adobe Reader hér: http://get.adobe.com/reader/ Prentaðu ferðagögnin út og framvísaðu útprentuninni, ásamt vegabréfum allra farþega við innritun á flugvelli Berist tölvupósturinn ekki fljótlega getur verið að hann hafi verið flokkaður sem ruslpóstur (e. spam eða junk mail). Sé póstinn ekki að finna þar skaltu hafa samband.

 

Hvernig nota ég Aukakrónur til að greiða upp í ferðina?

Aukakrónusöfnun virkar svipað og Vildarpunktasöfnun. Í stað punkta þá safnast krónur við notkun á kreditkorti frá Landsbankanum sem tengt er Aukakrónusöfnun, svokölluðu A-korti. Aukakrónur safnast annars vegar frá Landsbankanum sem hlutfall af innlendri veltu og hins vegar frá samstarfsaðilum Aukakróna sem endurgreiðsluafsláttur. Uppsafnaðar Aukakrónur færast síðan mánaðarlega inn á úttektarkort sem svo er notað til að greiða fyrir vörur eða þjónustu hjá samstarfsaðilum Aukakróna.

Þegar þú vilt nýta Aukakrónurnar þínar til að borga ferð hjá ÚÚ notar þú einfaldlega úttektarkortið sem greiðslukort. Þú þarft ekki að eiga Aukakrónur fyrir allri ferðinni til að geta nýtt þær. Getur greitt hluta með aukakrónum og afganginn með hefðbundnum leiðum.