Alicante hausttilboð

Höfuðborg

Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni og er hún er höfuðborg héraðsins. Borgin sem iðar af mannlífi er gullfalleg gömul spænsk borg með heillandi miðbæ. Þar ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast vel í þeim fjölda framúrskarandi veitingastaða sem eru á svæðinu.

Í bænum er einnig að finna fjölda áhugaverða safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Næturlífið á Alicante er alþekkt og geta skemmtanaþyrstir ferðalangar valið á milli aragrúa af börum, skemmtunum og diskótekum.

Verslunarborg

Strendurnar eru fallegar og mannlífið mikið. Barir og veitingastaðir eru rétt við ströndina. Göngugatan ( Rambla ) er með miklu úrvali af verslunum s.s. El Corte Ingles, Zara, H&M ofl. góðar verslanir. Einnig er mikið úrval af veitingastöðum s.s. tapas, spænskir, kínverskir og mexíkanskir staðir.

Ekki spillir fyrir að við borgina er frábær 7 km löng strönd og eru hótelin okkar staðsett nálægt ströndinni. Ferð til Alicante borgar sameinar því sólar og borgarferð sem inniheldur strandlíf og slökun ásamt því að njóta alls þess er borgin hefur uppá að bjóða.

Ekki það sem þú ert að leita að?

Skoðaðu úrvalið í bókunarvélinni okkar hér til hliðar: veldu þá tegund ferðar sem þú ert að leitast eftir, hvenær þú vilt fara og fyrir hversu marga.


Ertu í netklúbbnum?

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu tilboðin sent beint í pósthólfið þitt.

Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?