Úrvalsfólk

Í ferð með Úrvalsfólki 60+ er ferðast á hagstæðum kjörum, haldið er vel utan um hópinn og notið samveru við jafnaldra,vini og kunningja. Skemmtanastjóri skipuleggur fjölbreytta dægradvöl, t.d. leikfimi, spila- og skemmtikvöld.

Lögð er áhersla á uppbyggingu líkama og sálar. Þeir sem kjósa líkamlega hreyfingu skreppa í styttri eða lengri göngutúra eða busla í sundlauginni og þeir sem gefa sig meir að andanum taka þátt í fjöldasöng, félagsvist eða jógakennslu. Upplagt er að blanda þessu öllu saman.

Boðið verður upp á vandaðar skoðunarferðir með íslenskum fararstjóra. Enginn er skyldugur að mæta í skipulagðar uppákomur og hver hefur sína hentisemi. Markmiðið er að eiga góða dvöl í sólinni, gera skemmtilega hluti með góðu fólki og koma endurnærður heim.

Hafðu samband

Ef þig vantar frekari upplýsingar, ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Úrvals Útsýnar og fá aðstoð hjá einum okkar þaulreyndu ferðaráðgjafa.

Þú getur hringt í síma 585 4000, sent okkur netpóst á info@urvalutsyn.is, eða bara kíkt til okkar í kaffi í Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi.

Ferðir í boði

Ekki það sem þú ert að leita að?

Skoðaðu úrvalið í bókunarvélinni okkar hér til hliðar: veldu þá tegund ferðar sem þú ert að leitast eftir, hvenær þú vilt fara og fyrir hversu marga.


Ertu í netklúbbnum?

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu tilboðin sent beint í pósthólfið þitt.

Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?