Bókaðu hér

Hvernig ferð viltu?

Madonna eitt þekktasta skíðasvæði Ítalíu

Madonna er fallegt fjallaþorp í faðmi hinna tignarlegu Dólómítafjalla, en tindarnir eru afar tignarlegir og útsýnið yfir dalinn er stórkostlegt.

Madonna er einn þekktasti skíðabær Ítalíu. Úr miðbænum er stutt í lyftur og kláfa og tekur skamman tíma að komast upp í skíðalöndin ofan við bæinn. Fjölbreyttar brekkur eru á svæðinu svo allir ættu að geta fundið brekkur við sitt hæfi í bænum og kostur er að það er aldrei langt að fara í brekkurnar sem skiptast í rauðar, bláar eða svartar!

„Skíðasvæðið í Madonna er eitt af flottustu skíðasvæðum sem við höfum prófað. Þarna eru frábærar brekkur, og umhverfið alveg ótrúlega fallegt. Bærinn er einstaklega fallegur og veitingarhúsin mjög góð. Allt skipulag ferðarinnar og fararstjórn hjá Nilla til mikillar fyrirmyndar. Við mælum eindregið með skíðaferð til Madonna.“ - Heidi og Sigþór

Einstakt skíðasvæði

Skíðasvæðið í Madonna er sérstaklega gott og hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Svæðið er vel skipulagt og kláfarnir fjórir, Pradalago, 5 laghi, Spinale og Gröste flytja skíðamenn hratt og örugglega upp í brekkurnar. Öll hótel Úrvals Útsýnar eru í göngufæri við kláfana. Lyftukostur er fyrsta flokks og heimamenn hugsa einstaklega vel um brekkurnar, sem eru sólríkar og við allra hæfi.

Fyrsta flokks brautir

Skíðasvæðið í Madonna hefur fengið sérstök verðlaun fyrir viðhald á brautum svæðisins og heimamenn leggja mikið upp úr því að viðhalda því orðspori. Á hverjum degi getur þú valið gott skíðasvæði með breiðum brautum og brekkum, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn.

Meira en skíði – líflegur bær

Bærinn er líflegur og bíða heimamenn eftir gestum með heita skíðadrykki og dynjandi tónlist á hinum fjölmörgu krám bæjarins. Vinsælir „après-ski“ staðir eru t.d. La Stube di Frank Josef og Café Suisse. Á veitingastöðum og pizzerium ilmar allt af ítalskri matargerð og á kaffihúsunum fæst heimsins besta kaffi ásamt girnilegu meðlæti. Tískuverslanir eru með allt það nýjasta frá Milano, gott vöruúrval er í íþróttaverslunum og mikið er um verslanir með minjagripi og skart.


Bókaðu ferð! — Veldu pakka ...


Gistimöguleikar

Hotel Majestic Madonna

Hotel Majestic gott 4 stjörnu hótel staðsett við eina af göngugötunum í Madonna, stutt frá skautasvellinu og Spinale lyftunni. Á hótelinu er heilsulind og snyrtistofa. 

Lesa meira

Hotel Miramonti Madonna

Hotel Miramonte er 4ja stjörnu fjölskyldurekið hótel vel staðsett í Madonna. Stutt er í lyftur frá hótelinu. Á hótelinu er boðið upp á skíðaskóla bæði fyrir einstaklinga og hópa. Veitingastaður og gufubað. 

Lesa meira

Cristal Palace Madonna

Cristal Palace er fjögurra stjörnu hótel miðsvæðis í Madonna. Á hótelinu er veitingastaður með fallegt útsýni, heilsulind og leikherbergi fyrir börnin. Glæsileg herbergi og hægt er að velja sérstök Superior herbergi sem eru stærri me&

Lesa meira

Savoia Palace Madonna

Savoia Palace hotel er 4ra stjörnu hótel staðsett miðsvæðis í Madonna. Góð aðstaða á hótelinu með heilsulind, veitingastað og gufubaði. 

Lesa meira

St. Hubertus Madonna

Lítið og snoturt hótel, frábærlega vel staðsett í miðbæ Madonna. Hótel St. Hubertus er mjög vinsælt í Madonna vegna frábærrar staðsetningar. Góð setustofa og lítill bar, snyrtilegur morgunverðarsalur.

Lesa meira

Residence Ambiez Madonna Madonna

Residence Ambiez er gott 3 stjörnu íbúðahótel staðsett skammt frá Gröste lyftunni.  Hægt er að velja tvær stærðir af íbúðum.  Á hótelinu er veitingahús, bar og heilsurækt.

Lesa meira

Residence Antares Madonna

Residence Antares er 3ja stjörnu íbúðagisting, mjög vel staðsett í miðbæ Madonna di Campiglio. 

Lesa meira

Hotel Alpina Madonna

Hotel Alpina er þriggja stjörnu fjölskyldurekið hótel  vel staðsett í Madonna di Campiglio. Hótelið er staðsett um 50 metra frá Miramonti lyftunni.

Lesa meira

Hotel Europa Madonna

Hótel Europa er þriggja stjörnu fjölskyldu rekið hótel vel staðsett í miðbæ Madonna. Skíðalyftur eru í göngufærð frá hótelinu . 

Lesa meira

Hotel La Betulla Madonna

Hotel La Betulla er 3 stjörnu hótel staðsett við jaðar Madonna di Campiglio, rétt við skíðalyftuna Colarin. Fallegt útsýni yfir fjallstoppana.

Lesa meira


FararstjóriNíels Hafsteinsson er skíðafararstjóri í Madonna, hann er kunnur veitingamaður í Reykjavík. Níels er lærður framreiðslumeistari og lærður vínþjónn (sommelier) hann er ástríðufullur skíðamaður sem hefur farið í tuga skíðaferða í gegnum tíðina sem hefur leitt hann út í fararstjórn. Hann hefur verið skíðafararstjóri Úrval Útsýn síðan veturinn 2016.

Níels hefur mikla þekkingu á Madonna Di Campiglio og Ítalíu yfirhöfuð og getur leiðbeint ferðamönnum í hverju sem þarf. Skíðamennska hefur verið hans helsta áhugamál ásamt öllu er viðkemur mat og víni og hefur víðtæka þekkingu í þeim málum sem allir ættu að geta nýtt sér.


Kort af svæðinu


Vikudagskrá

Dagur 1, Laugardagur

Lendum í Ítalíu upp úr hádegi og þar tekur við um 3 klst. rútuferð. Komum á hótel um kl. 16:00. Athugið að vegabréf þarf að skilja eftir í gestamóttöku vegna skráningar. Vegabréfin verða svo komin í hótelhólfin daginn eftir.

Við mælum með að láta fararstjórann kaupa skíðapassa fyrir allan hópinn og hann mun taka niður nöfn í rútuferðinni frá flugvelli upp til Madonna. Hann mun síðan setja passana í hótelhólfin þannig að skiða-ævintýrið getur hafist strax um morguninn í stað þess að eyða dýrmætum morguntíma í passa-kaup.

Dagur 2, Sunnudagur

Kynnisferð um skíðasvæði Madonna. Við hittumst kl. 10:00 á toppi Pradalago og skíðum saman um svæðið í léttri skoðunarferð. Snæðum hádegismat í Fiat-skálanum á toppi Spinale og klárum síðan að fara yfir svæðið. Við ljúkum ferðinni í síðdegishressingu í Boch-skálanum í Gröste við miðjustöðina og förum yfir daginn í góðum félagsskap.

Dagur 3, Mánudagur

Frjáls dagur! Nýtið daginn vel og skíðið um svæðið að vild. Skellið ykkur í kennslu, slakið á eða skoðið svæðið sem hefur upp á margt að bjóða.

Dagur 4, Þriðjudagur

Hálfs-dags ferð til Pinzolo. Hittumst uppi á toppi 5, Laghi kl. 9:00 og tökum kláfinn yfir til Pinzolo þar sem við skíðum víða um svæðið. Þessi langi kláfur, sem settur var upp 2012, tengir Madonna við Pinzolo og við það stækkaði skíðasvæðið verulega. Pinzolo er mjög skemmtilegt svæði og þar eru víðar og góðar brekkur.

Dagur 5, Miðvikudagur

Frjáls dagur! Nýtið daginn vel og gerið það sem þið viljið: skíða, slaka, borða, drekka og dingla!

Dagur 6, Fimmtudagur

Dagsferð til Folgarida og Marilleva. Við hefjum daginn á tröppunum á Pradalago kláfnum kl. 9:00 og skíðum yfir til bæjanna Folgarida og Marilleva þar sem við skíðum á tveimur góðum svæðum og förum víða. Rétt að hafa i huga að hér verða margar rauðar brekkur í leið okkar sem gætu verið erfiðar (algjörum) byrjendum. Höldum svo aftur til Madonna og endum á skemmtilegum “apre-ski” stað.

Um kvöldið verður farið í kvöldverð á ´”Chalet Fit” efst í Spinale. Við tökum kláfinn um kl. 19:30 og við tekur ítölsk veisla að hætti hússins; fordrykkur með pinnamat og fimm rétta kvöldverður með víni, gosdrykkjum og bjór. Veislan kostar 60 evrur á mann en 35 evrur fyrir börn (verð frá 2017). Loks verður slegið upp í ball! Við mælum eindregið með þessu kvöldi en athugið að nauðsynlegt er að skrá þátttöku hjá fararstjóra. Fararstjórinn mun bjóða upp á auka-dansatriði sem vart er fyrir viðkvæma!

Dagur7, Föstudagur

Þessi síðasti skíðadagur er fjáls. Veljið skemmtilegustu brekkur vikunnar, heimsækið uppáhalds-viðkomustaði og njótið lífsins. Gaman væri að enda daginn á Apres-barnum Jumper neðst á Gröste.

Dagur 8, Laugardagur

Heimferðadagur. Rútan sækir fyrsta hópinn kl. 7:30 og þræðir síðan aðra gististaði. Brottfarartími flugsins heim er kl. 13:40.


Hagnýtar upplýsingar

Ferðirnar út og heim

Við fljúgum með Icelandair til Verona og flugið tekur um 4 klst. Útflug kl. 07:30 – 12:40. og heimflug kl. 13:30 - 16:55. Hver farþegi má hafa meðferðis sinn skíðaútbúnað en annars gilda almennar farangursheimildir Icelandair. Aksturstími milli Verona og Madonna er um 3 klst.

Athugið þó að þann 13. janúar er flogið með Icelandair til München. Þá þarf að bóka og greiða fyrir flutning á skíðum en annars gilda almennar reglur um farangur. Skíðin má bóka um leið og ferð er bókuð. Gera má ráð fyrir 5-6 klst. keyrslu frá Munchen til Madonna.

Skiðaskólar

Úrval-Útsýn er með samning við skíðaskólann. Þar fá farþegar okkar afslátt og boðið er upp á afbragðs kennara. Við mælum eindregið með að fólk taki nokkra kennslu og sérstaklega á þetta auðvitað við byrjendur.

Við erum einnig með samning við skíðaskólann Naziolane ses Alpes þar sem farþegar fá 10% afslátt.

Skíðaleiga

Farþegar okkar fá 10% afslátt í skíðaleigu Naziolane ses Alpes. Ef farþegar bóka þar kennslu fá þeir viðbótarafslátt af leigunni.

Peningamál

All víðast er hægt að nota algengustu greiðslukort á Ítalíu. Á því eru þó undantekmningar og því er rétt að hafa á sér skotsilfur. Ekki treysta á debetkort til að greiða með en taka má út peninga með debet- eða kreditkortum í hraðbönkum. Nokkrir hraðbankar eru í Madonna og fararstjóri gefur nánari upplýsingar.

Nauðsynlegt fyrir fjallferðir

Hjálmur - Sólgleraugu - Skíðagleraugu - Varasalvi - Sólarvörn - Peningar (greiðasölur taka ekki allar greiðslukort) - Farsími - Símanúmer (ef eitthvað skyldi koma upp á, a.m.k.númer fararstjóra) - Leiðarlýsing (ef fara á utan alfaraleiða) - Bros

Veitingstaðir í Madonna

Það eru fjölmargir veitingastaðir á svæðinu og hér eru nokkrir sem við mælum með:

  • Antica Focolare er neðarlega við aðalgötuna (við hlið hótels Splendid) og mjög skemmtilegur fyrir börn á öllum aldri.
  • Le Roi er mjög vinsæll enda alhliða góður staður og vel staðsettur. Hér má fá frábærar pizzur og góðar steikur, salöt og fleira. Mælum með að panta borð.
  • Belvedere er fjölbreyttur staður með gott verð.
  • Ferrari - bar og restaurant við neðra torgið býður skemmtilega og öðruvísi matreiðslu á klassískum ítölskum réttum.

Veitingastaðir í brekkunum

Sá flottasti er Chalet Fiat á Spinale-svæðinu og þar er best að panta borð (fararstjóri getur aðstoðað). Á Pradalgo-svæðinu er mjög skemmtiegur staður sem heitir Zeledria (oft kallaður steina-steikar-staðurinn) og hér líka rétt að panta borð. Á Gröste-svæðinu mælum við með Stoppani sem er á efsta toppnum í Gröste. Ef óskað er eftir fínni stöðum er rétt að bera sig upp við fararstjórann, sem auk þess að vera fimur á skíðum, er mikill sælkeri.

Barir eftir skíði

Bendum á Jumper í Gröste sem mikill apre-ski staður og þar er oft mikið líf og fjör. Ferrari er lítill og góður við neðra torgið., Lonely Wolf fyrir ofan Miramonti og Bar Suisse við neðra torgið

Matvöruverslanir

Tvær slíkar eru í bænum og sú betri er beint á móti Hubertus.

Heilsan

Heilsugæsla er við hliðina á Bonapace hótelinu og apótek við aðalgötuna.