Sérferðir Úrvals Útsýnar hafa notið mikilla vinsælda, enda leggjum við ríka áherslu á góðan aðbúnað, ekki of stóra hópa, hæfilegar dagleiðir og fyrsta flokks fararstjórn. Er ekki tilvalið að njóta þess að fara með Úrval Útsýn í einhverja af okkar glæsilegu sérferðum, heimsækja fjarlægar slóðir og upplifa eitthvað alveg nýtt á hverjum degi?

England

Á vit góðra vina

Kastali Bretadrottningar og fjölskyldu, Dómstjórinn, Doktor Martin, Agatha Christie, Poldark, Shakespeare, Inspector Morse, Harry Potter og Blenheim höll Churchills. Auk þess enska Rivieran, Stonhenge og rómversku böðin í Bath. Samskonar ferðir á liðnu ári seldust upp á svipstundu og því miður gátum ekki komið til móts við langa biðlista. Við bætum úr því í vor. 

Jórdanía

Haust 2020

Ævintýraferð á vit magnaðra söguslóða, litríkrar menningar og skínandi sólar í konungsríkinu Jórdaníu þar sem stórveldi hafa risið og hnigið í árþúsundir. Jórdanir lúta nú konungsstjórn og þar ríkir friður og stöðugleiki. Jórdanir eru elskulegt fólk sem búa í ægifögru landi þar sem ríkir skilningur milli Islam og Kristni. Landið býður upp á stórkostlega matarmenningu og háþróaða innviði ferðaþjónustu. Ekki að ósekju að landið hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður Mið-Austurlanda. Skelltu þér í spor Arabíu-Lawrence og komdu með í sannkallaða ævintýrareisu með sérfróðum íslenskum fararstjóra.

Paradís Indónesíu

Bali

Balí er sannkölluð Paradísareyja þar sem meðal annars er að finna þétta og lifandi frumskóga, hvítar strendur, blátæran sjó og iðandi mannlíf. Hvort sem tilgangurinn er að fara á vit afslöppunar og hugleiðslu, þræða skemmtilega slóða í göngutúrum og hjólaferðum, eða bara að liggja í sólbaði, þá er Balí rétti áfangastaðurinn. Balí er eins og lifandi póstkort, Indónesísk paradís. Farastjóri ferðarinnar er Egill Fannar Halldórsson, frumkvöðull og Balí-unnandi. Komdu og upplifðu ævintýrið með okkur.

Portúgal í hnotskurn

Einstök ferð um Portúgal með beinu flugi til Lissabon þaðan sem farin verður hringferð um landið frá Lissabon Í suðri til Porto í norðri, slóðir sem fáir hafa haft tækifæri til að heimsækja og upplifa. Ferðin norður á bóginn fer um merkisstaði nærri ströndinni á borð við Sintra, Fatima og Coimbra en á suðurleiðinni verður ekið í gegnum fjallahéruðin og m.a komið við í miðaldabænum Evora. Ferðinni lýkur með tveimur dögum í Lissabon.

Páskaferð til Egyptalands

Egyptaland er einstakt í sinni röð sem fóstrað hefur háþróuð menningarríki síðustu 4.500 ár. Lífæð landsins hefur alla tíð verið stórfljótið Níl og á bökkum þess getur að líta stórkostlegar minjar um horfnar menningarþjóðir sem réðu yfir ótrúlegu verkviti og sýndu trúarhita sinn og ótakmarkaða lotningu fyrir sínum háu herrum í gegnum stórfengleg musteri og listaverk. Í þessari ferð skoðum við píramídana miklu í Giza og fleiri gersemar í Kairó, fljúgum upp með Níl til Aswan, siglum með fljótaskipi niður Níl, dveljum á lúxushóteli við strönd Rauðahafsins, förum því næst til hinnar stórkostlegu borgar Alexandríu og klárum Cairo heimsókn okkar áður en við fljúgum heim. Hvarvetna verður dvalið á 5 stjörnu hótelum, og víðast er innifalið fullt fæði og allar skoðunarferðir. Í för verða sérfróðir innfæddir enskumælandi fararstjórar og íslenskur fararstjóri sem heldur vel utan um hópinn.

Páskaferð til Phuket

Thailand

Sólareyjan Phuket Í Suður-Thailandi á fáa sína líka í veröldinni. Phuket er sérlega vinsæl meðal Norðurlandabúa sem gefur eyjunni vissan gæðastimpil enda grannar okkar kröfuharðir neytendur. Ferðinni er heitið til Phuket en þar verður dvalið í 11 nætur. Erlendur leiðsögumaður verður með hópnum allan tímann. Flogið verður með Icelandair til Kaupmannahafnar og áfram til Phuket með Thai air.

Páskar í Hua Hin og Bangkok

Thailand

Úrval Útsýn býður upp á páskaferð til Thailands en landið hefur verðið rómað fyrir fegurð, fjölbreytni og einstaka gestrisni heimamanna. Það er óhætt að segja að Thailand sé ævintýri líkast: Hvítar strendur, villtir regnskógar, frumstæðir ættbálkar, fílahjarðir, búddamusteri, stórbrotin menning og framandi matargerð – Þetta allt og svo miklu meira finnur þú í Thailandi!

Sumardvöl við Gardavatn

Garda

Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafn mikilla vinsælda og Gardavatnið, sem er talið eitt fegursta stöðuvatn landsins. Náttúrufegurðin við Garda er engu lík og þar er yndislegt að dvelja. Í þessari ferð verður siglt til Limone, farið í gönguferð um bæinn Sirmione, dagsferð til Verona, farið í hjólaferð um nágrennið og farið til Feneyja.

Sælkeraferð til Búrgúndí og Parísar

Sérferð

Vínakrar, gæðavín og sælkeraveislur í Búrgúndí og spennandi skoðunarferðir og enn fleiri sælkeramáltíðir í París. Hér er á ferðinni sannkölluð gæða ferð fyrir alla lífsglaða fagurkera, matgæðinga og aðra þá sem eru í leit að upplifun sem vart á sér sinn líka.

Á konungaslóðum

Marokkó

Velkomin i spennandi vikuferð á vit seiðandi menningar og margbrotnar söguslóðir marokkósku þjóðarinnar. Við þræðum leiðina á milli slóða og borga sem allar geyma ríka sögu og hefðir í ævafornum miðborgum sem litlum breytingum hafa tekið í aldanna rás. Það verður enginn svikinn af þessari innsýn í litríkt mannlif og matarlist, magnaða menningu og stórbrotnar minjar um liðna tíð. Samskonar ferðir síðustu ár tókust einstaklega vel.