Skilmálar „Úrval Útsýn á eigin vegum“

Á eigin vegum – Almennir skilmálar 

Almennir skilmálar um sölu á flugmiðum og hótel gistingu. 

Þessir skilmálar gilda um bókanir  á flugmiðum og hótelgistingu á milli Úrval Útsýn og viðskiptavinar sem kaupa þjónustu af Úrval Útsýn. 

Söluaðili 

Úrval Útsýn er eingöngu söluaðili fyrir flugfélög og hótel og er eingöngu söluaðili fyrir flugmiða og hótelgistingu til viðskiptavina.

Samningur um að kaupa flugmiða  eða hótel á milli Úrval Útsýn og viðskiptavinar, er bindandi fyrir báða aðila, þegar viðskiptavinurinn hefur greitt á heimasíðunni uu.is. Áður en viðskiptavinurinn greiðir bókunina, hefur hann, með því að haka við í boxið, samþykkt samninginn og fengið og lesið almenna skilmála.

Það eru reglur flugfélagsins sem gilda um flugferðir milli viðskiptavinar og flugfélags. Þær reglur sem gilda eru aðgengilegar öllum á heimasíðum flugfélaganna.

Úrval Útsýn á engan hátt ábyrg fyrir seinkunum, niðurfelldum flugum, eða ef flugfélag verður gjaldþrota, eða á annan hátt sem flugfélagið stendur ekki við gerðan samning milli flugfélags og viðskiptavinar.

Börn og unglingar undir 18 ára geta ekki gert samning við Úrval Útsýn, nema að fullorðinn eða einstaklingur eldri en 18 ára taki þátt í ferðinni.

Viðskiptavinur getur ekki keypt flugmiða fyrir fleiri en 9 manns í bókun. Ef viðskiptavinur óskar eftir að kaupa fleiri en 9 flugmiða þarf að hafa samband við Úrval Útsýn  með tölvupósti flug@uu.is eða í síma 5854000

Skilmálar og kostnaður á mann við breytingar og endurgreiðslu

Vinsamlegast athugaðu, hvort flugmiðinn þinn leyfir breytingar á dagsetningu, en þú gætir  þurft að greiða fargjaldamismun, ef einungis er laust á hærra fargjaldi. Einnig þarf að greiða breytingagjald sem er 7000 kr. pr. mann. 

Afpöntun fyrir brottför: Engin endurgreiðsla

Endurgreiðsla eftir brottför: Engin endurgreiðsla

Það er á  ábyrgð viðskiptavinarins, að gefa upp réttar upplýsingar varðandi farþega og greiðslu ásamt því að fara yfir ferðagögn.

Úrval Útsýn er ferðaskrifstofa sem selur flugmiða flugfélaga út um allan heim. Flugfélögin eru ábyrg fyrir flugþjónustunni og því eru það skilmálar flugfélaganna sem gilda.

Með því að smella á “Bóka núna” samþykkir viðskiptavinurinn kaupin. Kaup á ferð, er óendurkræf bæði fyrir farþega og ferðaskrifstofu, um leið og Úrval Útsýn hefur móttekið staðfestingu á sætabókun, móttekið fulla greiðslu og gefið út miða. 

Úrval Útsýn er háð flugfélögunum að þau gefi réttar upplýsingar. Úrval Útsýn áskilur sér rétt til að endurgreiða heildarverð miðans ef ekki er hægt að gefa miðann út vegna tæknilegra ástæðna.

Úrval Útsýn skoðar allar greiðslur sem framkvæmdar eru með kredit- eða debetkorti til þess að ganga úr skugga um að ekki sé um svik að ræða og áskilur sér rétt til þess að hætta við bókanir í tilvikum þar sem greiðslur eru grunsamlegar.

Riftunarákvæði

Úrval Útsýn er ferðaskrifstofa sem selur flugmiða flugfélaga út um allan heim. Með öðrum orðum þýðir það, að flugfélögin eru ábyrg fyrir flutningsþjónustunni og því eru það skilmálar flugfélaganna sem gilda.

Ef viðskiptavinur kaupir eingöngu flug, þá er Úrval Útsýn ekki ábyrgt, ef flugfélagið breytir brottför, flugáætlun eða afbókar flug. Öll mál er varða fyrrnefnt, eru eingöngu á milli viðkomandi flugfélags og farþegans.

Staðfesting á flugi og innritun

Úrval Útsýn mælir eindregið með að farþegar fylgist með ferðaáætlun sinni, þar sem flugfélög eiga það til að breyta brottfarar- og komutíma.

Ef þú fylgist ekki með ferðaáætlun þinni og breyting á flugi leiðir til þess að þú missir af flugi þínu, er það á  þína ábyrgð að kaupa nýjan miða.

Ef breyting á ferðaáætlun hentar þér ekki,  vinsamlegast hafðu samband við Úrval Útsýn við fyrsta tækifæri.

Upplýsingar frá Úrval Útsýn eða flugfélögunum hvað varðar flugstöðvarbyggingu og hlið eru aðeins viðmið, því aðstæður geta breyst. Þegar þú ferðast út fyrir Evrópu skaltu vera búinn að innrita þig amk. tveimur tímum fyrir brottför. Góð regla er að vera kominn á flugvöll með góðum fyrirvara, því oft eru langar biðraðir í innritun og öryggisskoðun.

Lögfræðilegar upplýsingar

Úrval Útsýn gerir fyrirvara um prentvillur, tæknilegar villur eða breytingu á verðum sem Úrval Útsýn gat með engu móti séð fyrir. Allar kröfur á hendur Úrval Útsýn fara fram samkvæmt íslenskum lögum.

Við hjá Úrval Útsýn viljum að þú njótir ferðarinnar. Við biðjum þig um að lesa vel yfir skilmála og almennar upplýsingar. Þessar upplýsingar gilda um allar ferðir sem keyptar eru á skrifstofu Úrval Útsýn, í gegnum síma eða tölvupóst. Sérstakar reglur og skilyrði gilda um pantanir í gegnum heimasíðu okkar.

E-miði / Rafrænir miðar

Þegar flug er bókað á vefnum eða á söluskrifstofu Úrval Útsýn er farseðillinn ekki lengur prentaður út á pappír. Þess í stað er hann geymdur í bókunarkerfi sem rafrænn farseðill eða E-miði. Þú færð senda kvittun með ferðaáætlun í tölvupósti sem er staðfesting á pöntun þinni. Þú prentar síðan kvittunina út og hefur hana með þér á flugvöllinn ásamt vegabréfi þínu. Þegar þú ferðast með rafrænum miðum er vegabréf notað sem ferðaskjal, því er mikilvægt að nafn á ferðaskjali sé það sama og í vegabréfi.

Breytingar gerðar að hálfu flugfélaga

Flugfélög hafa rétt til að gera breytingar á flugtíma, jafnvel eftir að miði hefur verið staðfestur og greiddur. Úrval Útsýn er ekki ábyrgt fyrir þeim breytingum, en mun upplýsa þig fyrir brottför og eftir því sem unnt er, aðstoða þig við að finna viðunandi flug. Úrval Útsýn starfar fyrir flugfélög og er ekki ábyrgt fyrir neinum kostnaði vegna breytinga eða í tilvikum þar sem flugfélagið hættir við ferð. Farseðil er ekki hægt að gefa út án greiðslu.

Bólusetningar / COVID

Ráðfærðu þig við lækni eða næstu heilsugæslustöð um hvaða bóluefni krafist er fyrir landið (lönd) sem þú munt ferðast um. Sum bóluefni þarf að fá með góðum fyrirvara áður en lagt er af stað í ferðalag ykkar.

Bólusetning. Allar upplýsingar sem þarf vegna bólusetningar færð þú hjá http://ferdavernd.is eða http://www.heilsugaeslan.is/

Lesið einnig yfir almennar ráðleggingar til ferðamanna: http://www.landlaeknir.is og https://covid.is

Aðrar ferðaupplýsingar / Gott að vita

Vegabréf / VISA

Það er á ábyrgð farþegans að afla sér upplýsinga um og tryggja sér þau ferðaskilríki og áritanir sem hann/hún þarf að hafa meðferðis fyrir það land sem ferðast er til. Gakktu úr skugga um að þú eigir gilt vegabréf, áritun og dvalarleyfi hvar sem þú ferðast. Áður en haldið er utan þarftu að kanna hvort þú þurfir vegabréfsáritun eða önnur skjöl til þess að heimsækja eða ferðast í gegnum hvert land. Athugaðu einnig að ef þú millilendir í Bandaríkjunum þarftu að hafa rétt skjöl.

Einnig þarf að athuga hvort vegabréf sé gilt nógu lengi – ákveðin lönd krefjast þess að vegabréf sé gilt allt að 6 mánuði frá þeim degi sem þú yfirgefur landið. Alltaf ferðast með  vegabréf, jafnvel þegar þú ferðast innan Schengen svæðisins, því vegabréf er eina alþjóðlega viðurkennda opinbera skilríkið.

Nokkur lönd eru stöðugt að breyta reglum sínum (sérstaklega Bandaríkin).

Sum lönd, svo sem Kúba og Rússland, krefjast þess að hótelið sé bókað áður en þú getur fengið ferðamannakort/VISA.

Alltaf þarf að skoða gildar reglur um þjóðerni þitt. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um reglur fyrir Íslendinga.

Bandaríkin

ALLIR farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna skv. undanþágum frá vegabréfsáritun (VWP) þurfa að hafa svokallaða ESTA ferðaheimild.  ESTA stendur fyrir Electronic System for Travel Authorization og á einvörðungu við VWP farþega. Sækja þarf um amk 72 klst fyrir brottför á https://esta.cbp.dhs.gov/ og kostar 14USD.

APIS upplýsingar

Bandarísk lög krefjast þess að þú fyllir út ákveðnar upplýsingar áður en þú ferðast til og frá Bandaríkjunum. Best er að fylla APIS út áður en lagt er af stað út á flugvöll. ATHUGIÐ! Ef þú hefur ekki lokið við ferð vegna ógilds vegabréfs,  vantar vegabréfsáritanir, bólusetningarnar eða önnur nauðsynleg skjöl er ferð ekki endurgreidd.

Innritun

Það eru oft langar biðraðir á flugvöllum,  bæði í innritun sem og í öryggis og vegabréfaskoðun. Úrval Útsýn mælir með að vera á flugvellinum að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir brottför í millilandaflugi. Ef margir eru að ferðast saman  ættir þú að reikna viðbótar klukkustund.

Flugvallargjald

Á ákveðnum stöðum í heiminum þarf að borga gjald á flugvellinum. Þetta er til viðbótar við það sem þú hefur þegar greitt fyrir miðann. 

Farangur

Athugaðu hversu mikinn farangur þú mátt taka með í flugið. Yfirvigt getur verið dýr. Hjá flestum flugfélögum er leyfilegt að hafa 20 kg af innrituðum farangri auk 5 kg handfarangri. Hjá sumum flugfélögum og sumum áfangastöðum gilda aðrar reglur um þyngd. Það eru  einnig takmarkanir á stærð farangurs og gilda sérstakar reglur um íþróttir eins og golf, reiðhjól og þess háttar. Viðkomandi flugfélag veitir nánari upplýsingar. 

Trúnaður

Samkvæmt lögum er Úrval Útsýn bundin þagnarskyldu gagnvart  viðskiptavinum og gefum við því aldrei upp upplýsingar um ferðalög þín við þriðja aðila. 

Hótel

Athugið að staðlar á hótelum geta verið mismunandi um allan heim og geta annað hvort verið hærri eða lægri en það sem þú ert að vanur/vön frá Íslandi. Gæði hótela eru metin á grundvelli almennrar afstöðu og staðsetningu. Af reynslu vitum við að það getur verið lögð mismunandi áhersla á ýmsa þætti. Gera þarf ráð fyrir að hótel í stórum borgum hafa oft lægri staðla en annars staðar. Það kunna að vera minniháttar endurbætur á hótelum og sundlaug má loka í nokkra daga vegna hreinsunar. Þessa þætti getur Úrval Útsýn ekki haft stjórn á og veitir því ekki grundvöll fyrir bætur.

Ferðagögn

Staðfesting á pöntum ásamt ferðagögnum eða önnur samskipti milli Úrval Útsýn og viðskiptavinar fara um netfangið sem viðskiptavinurinn hefur gefið upp. Það er því skylda viðskiptavinar að gefa upp virkt netfang þar sem Úrval Útsýn getur haft samband við hann bæði fyrir og á meðan ferð stendur.

Úrval Útsýn sendir, eftir að greiðsla hefur farið fram staðfestingu á pöntun ásamt ferðagögnum til netfangs viðskiptavinar þar sem greint er frá samningnum. Ef viðskiptavinurinn hefur ekki fengið staðfestingu 1 klukkutíma eftir pöntun á www.uu.is hefur farið fram, á viðskiptavinurinn strax að hafa samband við Úrval Útsýn. Viðskiptavini, ber áður að kanna „spam“ – ruslpóst síur því viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að póstur frá Úrval Útsýn lendi ekki í þeim síum.

Viðskiptavinur er skyldugur til að lesa öll gögn eftir að hafa fengið staðfestingu á  pöntun og hafa samband strax ef upplýsingar í pöntuninni eru ekki í samræmi við það sem hann/hún hefur pantað.

Verð og greiðsla

Ef hætt er  við pöntun á heimasíðunni, getur Úrval Útsýn ekki ábyrgst að sama verð finnist aftur.

Á flugvöllum getur komið fyrir að innheimt sé um viðbótarþjónustu, aðgangseyri eða skatta sem ekki er hægt að hafa innifalda í flugmiðaverðinu, þar sem þær greiðslur eru beint til viðkomandi og eru því ekki með í miðaverði eða samningi.

Allar greiðslur fara eingöngu fram á heimasíðunni https://uu.is/

Farþegi mætir ekki í flug eða nýtir ekki bókaða þjónustu.

Ef farþegi mætir ekki í bókað flug, eða á einhvern hátt nýtir ekki hluta ferðaþjónustunnar, mun engin endurgreiðsla eiga sér stað á ónýttri þjónustu. Sama gildir ef farþegi getur ekki ferðast vegna ferðagagna sem tapast hafa, vegabréfs, vegabréfsáritana, bólusetninga osfrv. Vinsamlegast athugið að ef þú mætir ekki í flug eru þau flug sem bókuð eru í sama flugmiða afpöntuð sjálfkrafa.  Það á einnig við um flug heim.

Skuldbinding viðskiptavinar

Viðskiptavinur er ábyrgur að gefa upp réttar upplýsingar varðandi farþega og greiðslu, auk þess að fara yfir ferðagögn. Nafn á að vera nákvæmlega eins og þau koma fyrir í vegabréfi. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, getur farþegi lent í að vera synjað við innritun. Úrval Útsýn tekur enga ábyrgð á afleiðingum rangra upplýsinga.

Ferðagögn og allar breytingar á flugum munu verða áframsendar á uppgefið netfang viðskiptavinar. Því er mikilvægt að netfang sé rétt. Ef viðskiptavinur fær ekki staðfestingu á tölvupósti innan1 klukkustundar, ætti hann að hafa samband við Úrval Útsýn.

Kvartanir 

Kvartanir, eiga að berast Úrval Útsýn á meðan ferð stendur til þess að viðkomandi mál geti verið könnuð og leyst sem fyrst. 

Ef farþegi kemur ekki kvörtun sinni á framfæri við Úrval Útsýn á meðan ferð stendur, hefur hann fyrirgert rétti sínum til hugsanlegra bóta. Viðkomandi þarf þá að hafa samband á skrifstofu í síma 585 4000 og eða senda tölvuspóst á flug@uu.is

Úrval Útsýn er með neyðarsíma sem er opinn allan sólahringinn. Þetta er sími, sem aðeins má nota ef um neyðartilvik er að ræða og biðjum við því viðskiptavini að virða það. Síminn er 898 0882. 

Samsettir farseðlar

Ef ferð er samsett úr tveimur mismunandi farseðlum eru þeir taldir óháðir hvor öðrum. Þetta þýðir að með breytingu á flugi frá einu flugfélagi til annars, sem gæti valdið töfum eða því að að þú missir af tengiflugi, ber hvorki Úrval Útsýn eða flugfélagið ábyrgð á viðbótarkostnaði fyrir nýjum miða, gistingu eða þeim aukakostnaði sem því fylgir.

Tryggingar

Viðskiptavinurinn er ábyrgur fyrir að hafa sínar tryggingar í lagi.

Nauðsynlegt er að hafa ferðatryggingar sem ná yfir slys, farangur, veikindi á ferðalagi, ábyrgð og fleira sem getur verið mjög dýrt. Athugaðu að ferðatryggingarnar nái yfir allar þarfir og að þær gildi fyrir alla ferðina. Við mælum með að tekið sé afrit af öllum ferðaskjölum, þar á meðal vegabréfi, bólusetningarkorti og yfirliti trygginga.

Neyðarsími 

Úrval Útsýn er með neyðarsíma sem er opin allan sólahringinn. Þetta er sími sem aðeins má nota ef um neyðartilvik er að ræða og biðjum við því viðskiptavini að virða það. Síminn er 898 0882.